Betra frá KR gegn lánlausum Haukum

Tyler Sabin var öflugur í liði KR í kvöld.
Tyler Sabin var öflugur í liði KR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR vann 103:87-sigur á Haukum í Dominos-deild karla í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld. Vesturbæingar komu sér þar með aftur á sigurbraut eftir slæmt þrjátíu stiga tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í síðasta leik.

KR-ingar voru 49:44 yfir í hálfleik en eftir góðan fyrsta leikhluta, sem Haukar unnu með tíu stigum, voru það gestirnir úr Vesturbænum sem færðu sig upp á skaftið. Tyler Sabin skoraði 39 stig fyrir KR-inga og var langstigahæstur. Brynjar Þór Björnsson skoraði 14 stig en Brian Edward Fitzpatrick var stigahæstur heimamanna með 24 stig ásamt því að taka 17 fráköst.

Haukar hafa farið illa af stað á Íslandsmótinu og eru næstneðstir með aðeins einn sigur úr fyrstu sjö leikjum sínum. KR er í 7. sæti með fjóra sigra og þrjú töp.

Haukar - KR 87:103

Ásvellir, Dominos-deild karla, 31. janúar 2021.

Gangur leiksins:: 7:8, 17:15, 19:19, 28:19, 34:24, 38:32, 40:40, 44:48, 49:54, 54:57, 59:64, 64:71, 70:82, 72:87, 77:94, 87:103.

Haukar: Brian Edward Fitzpatrick 24/17 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 21/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 11, Hilmar Pétursson 11, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/6 fráköst, Breki Gylfason 4/5 fráköst, Emil Barja 3/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ágúst Goði Kjartansson 3.

Fráköst: 21 í vörn, 19 í sókn.

KR: Tyler Sabin 39/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 14, Matthías Orri Sigurðarson 11/6 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 11/4 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 9, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 8, Almar Orri Atlason 4, Helgi Már Magnússon 3/5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson 2, Brandon Joseph Nazione 2.

Fráköst: 18 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Aðalsteinn Hjartarson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 40

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert