Denver stöðvaði sigurgönguna

Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver sem stöðvaði Utah í …
Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver sem stöðvaði Utah í kvöld. AFP

Nikola Jokic skoraði 47 stig fyrir Denver Nuggets sem stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Utah Jazz í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór 128:117 fyrir heimamenn en Jokic átti stórleik, tók 12 fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Utah, sem er áfram á toppi vesturdeildarinnar, fann ekki taktinn en Bojan Bogdanovic skoraði 29 stig fyrir liðið. Denver er í 4. sæti deildarinnar.

Þá vann Los Angeles Clippers 129:115 í hinum leik kvöldsins. Kawhi Leonard skoraði 28 stig fyrir Los Angeles og Reggie Jackson skoraði 18. Fyrir New York var Julius Randle atkvæðamestur með 27 stig og 12 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert