Nikola Jokic skoraði 47 stig fyrir Denver Nuggets sem stöðvaði ellefu leikja sigurgöngu Utah Jazz í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór 128:117 fyrir heimamenn en Jokic átti stórleik, tók 12 fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Utah, sem er áfram á toppi vesturdeildarinnar, fann ekki taktinn en Bojan Bogdanovic skoraði 29 stig fyrir liðið. Denver er í 4. sæti deildarinnar.
Þá vann Los Angeles Clippers 129:115 í hinum leik kvöldsins. Kawhi Leonard skoraði 28 stig fyrir Los Angeles og Reggie Jackson skoraði 18. Fyrir New York var Julius Randle atkvæðamestur með 27 stig og 12 fráköst.