Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik fyrir Siauliai þegar liðið tapaði naumlega gegn CBet, 99:105, í litháísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.
Elvar var með tvöfalda tvennu þar sem hann skoraði 16 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók auk þess tvö fráköst.
Siauliai er í neðsta sæti litháísku úrvalsdeildarinnar með 8 stig eftir 15 leiki.