Botnlið Hattar vann sinn fyrsta sigur á Íslandsmóti karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld er liðið lagði Njarðvík að velli, 88:83, á Egilsstöðum. Heimamenn voru búnir að tapa fyrstu sex leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld.
Michael Mallory var stigahæstur í liði Hattar með 33 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar en staðan var 38:36 í hálfleik, heimamönnum í vil. Það var svo öflugur þriðji leikhluti sem gerði gæfumuninn, heimamenn unnu hann 35:28, og héldu forystu sinni til loka.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson var næststigahæstur hjá Hetti, hann skoraði 14 stig og tók átta fráköst. Hjá Njarðvík skoraði Antonio Hester 33 stig en næstur var Rodney Glasgow með 15 talsins. Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra og tapað þremur.
MVA-höllin Egilsstöðum, Dominos deild karla, 31. janúar 2021.
Gangur leiksins:: 4:2, 11:4, 18:7, 22:13, 26:15, 31:25, 32:32, 38:36, 40:46, 51:52, 61:58, 73:64, 74:68, 78:68, 83:79, 88:83.
Höttur: Michael A. Mallory ll 33/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/5 fráköst, Dino Stipcic 12/8 fráköst, Matej Karlovic 8, David Guardia Ramos 6/4 fráköst, Brynjar Snær Grétarsson 3.
Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.
Njarðvík: Antonio Hester 33/16 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 15/8 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14, Jón Arnór Sverrisson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Mario Matasovic 4/7 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.