Þriggja stiga karfa frá Nikolas Tomsick undir lok framlengingar tryggði Tindastóli 104:103-sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Tomsick brást bogalistin í lok venjulegs leiktíma en bætti heldur betur fyrir það gegn sínum gömlu félögum.
Stólarnir hafa hikstað aðeins í upphafi móts en hafa nú unnið tvo af sex leikjum sínum. Það voru þó Þórsarar, sem eru í 3. sæti deildarinnar, sem byrjuðu af krafti og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 32:21. Gestirnir sneru hins vegar taflinu við og komust yfir og fyrrnefndur Tomsick fékk svo tækifæri til að tryggja sigurinn á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma en þriggja stiga tilraun hans reyndist örlítið of stutt. Lokatölur 93:93 og þurfti því að grípa til framlengingar.
Shawn Derrick Glover skoraði 28 stig fyrir Tindastól og Adomas Drungilas það sama fyrir heimamenn ásamt því að taka 17 fráköst. Tomsick, sem endaði leikinn með 20 stig, skoraði sigurkörfuna með þristi fimmtán sekúndum fyrir leikslok en stuttu áður voru Þórsarar með fjögurra stiga forystu. Heimamönnum mistókst því að jafna við toppliðin en þeir eru áfram með átta stig í þriðja sæti, tveimur á eftir Stjörnunni og Keflavík.
Icelandic Glacial-höllin, Dominos deild karla, 31. janúar 2021.
Gangur leiksins:: 7:6, 13:9, 23:16, 32:21, 35:29, 43:37, 52:43, 57:51, 65:58, 70:64, 72:72, 72:79, 76:82, 84:87, 90:93, 93:93, 97:97, 103:104.
Þór Þorlákshöfn: Adomas Drungilas 28/17 fráköst/7 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 24/9 fráköst, Larry Thomas 19/5 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 4.
Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.
Tindastóll: Shawn Derrick Glover 28/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 25/5 fráköst/7 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 11/6 fráköst, Axel Kárason 8, Viðar Ágústsson 5/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4, Hannes Ingi Másson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.