Þór frá Akureyri vann sinn annan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar Valsarar komu í heimsókn í Höllina á Akureyri í kvöld. Leiknum lauk 98:89, heimamönnum í vil.
Þór tapaði fyrstu fimm leikjum sínum á Íslandsmótinu en vann Tindastól í síðustu umferð og virðist nú komið á skrið. Heimamenn voru 56:41-yfir í hálfleik og að lokum sannfærandi sigurvegarar. Ivan Alcolada skoraði 29 stig fyrir Þórsara og tók 15 fráköst en Dedrick Deon Basile var næst stigahæstur, skoraði 28, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst.
Valsarar hafa nú unnið þrjá og tapað þremur til þessa. Miguel Cardoso var stigahæstur gestanna með 20 stig en Sinisa Bilic og Jón Arnór Stefánsson komu næstir með 12 stig.
Höllin Ak, Dominos-deild karla, 31. janúar 2021.
Gangur leiksins:: 2:4, 17:10, 25:13, 31:20, 37:27, 45:32, 49:34, 56:41, 58:43, 68:51, 72:58, 77:62, 82:66, 91:76, 95:81, 98:89.
Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 29/15 fráköst, Dedrick Deon Basile 28/8 fráköst/9 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 14/6 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 12/4 fráköst, Andrius Globys 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Smári Jónsson 3, Hlynur Freyr Einarsson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 15 í sókn.
Valur: Miguel Cardoso 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 13/4 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 12, Sinisa Bilic 12/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/6 fráköst, Ástþór Atli Svalason 8, Illugi Steingrímsson 6, Benedikt Blöndal 5, Oddur Birnir Pétursson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhann Guðmundsson, Georgia Olga Kristiansen.