Grindvíkingar komu töluvert á óvart og unnu Garðbæinga í Grindavík í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld 93:89.
Grindavík renndi sér þar með upp að hlið Stjörnunnar og eru bæði lið nú með 10 stig og eru tveimur á eftir Keflavík sem er í efsta sæti deildarinnar.
Úrslitin koma töluvert á óvart vegna þess að Grindavík var án Dags Kár Jónssonar sem varð fyrir meiðslum í síðustu umferð. Stjarnan átti frábæran leik í síðustu umferð og burstaði þá Keflavík.
Stjarnan náði um tíu stiga forskoti í síðari hálfleik en Grindvíkingar gáfust ekki upp og komust yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir.
HS Orku-höllin, Dominos deild karla, 01. febrúar 2021.
Gangur leiksins:: 7:2, 11:10, 21:18, 30:22, 35:28, 40:36, 44:41, 47:50, 55:58, 57:64, 64:72, 68:77, 70:81, 79:85, 88:89, 93:89.
Grindavík: Kristinn Pálsson 26/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 19, Joonas Jarvelainen 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Eric Julian Wise 12/13 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Bragi Guðmundsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2/4 fráköst.
Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.
Stjarnan: Gunnar Ólafsson 17/4 fráköst, Alexander Lindqvist 16/9 fráköst, Austin James Brodeur 14/6 fráköst, Mirza Sarajlija 11/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Hlynur Elías Bæringsson 8/11 fráköst/8 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 7/6 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 4, Hilmir Hallgrímsson 3.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Aðalsteinn Hjartarson.
Áhorfendur: 10