Dramatík í Brooklyn

Paul George og James Harden voru báðir atkvæðamiklir fyrir sín …
Paul George og James Harden voru báðir atkvæðamiklir fyrir sín lið í nótt. AFP

Kyrie Irving átti stórleik fyrir Brooklyn Nets þegar liðið fékk LA Clippers í heimsókn í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Irving var stigahæsti maður vallarins með 39 stig en leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Brooklyn, 124:120.

Clippers leiddi með tveimur stigum fyrir fjórða leikhluta, 90:88 en þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Kevin Durant þriggja stiga körfu fyrir Brooklyn og kom þeim tíu stigum yfir, 118:108.

Paul Georgo tókst að minnka muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu þegar 25 sekúndur voru til leiksloka, 117:118, en lengra komust þeir ekki og Brooklyn fagnaði sigri.

James Harden var einnig frábær í liði Brooklyn og var með þrefalda tvennu, 23 stig, ellefu fráköst og fjórtán stoðsendingar.

Hjá Clippers var Kawhi Leonard stigahæstur með 33 stig og Paul George skoraði 26 stig.

Brooklyn er í öðru sæti Austurdeildarinnar með fjórtán sigra en Clippers er í þriðja sætinu með sextán sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Orlando Magic 108:123 Toronto Raptors
Brooklyn Nets 124:120 Los Angeles Clippers
Indiana Pacers 134:116 Memphis Grizzlies
Washington Wizards 121:132 Portland Trail Blazers
Golden State Warriors 107:111 Boston Celtics
Utah Jazz 117:105 Detroit Pistons

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert