Elvar og félagar skelltu Juventus

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai. Ljósmynd/LKL

Elvar Már Friðriksson og félagar í Siauliai styrktu stöðu sína í litháísku A-deildinni í körfubolta í dag með því að vinna nokkuð óvæntan heimasigur á Juventus, 92:87.

Siauliai er neðst í deildinni en þetta var þó fimmti sigurinn í sextán leikjum í vetur og liðið er aðeins einum sigurleik frá því að komast í áttunda  sætið og þar með í úrslitakeppnina. Þá á liðið tvo til þrjá leiki inni á keppinautana.

Elvar var drjúgur að vanda en hann spilaði mest allra hjá Siauliai, eða í rúmar 27 mínútur. Hann skoraði 9 stig, átti 6 stoðsendingar og tók tvö fráköst í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka