Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason skilaði sínu þegar Zaragoza náði í tvö stig á útivelli í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik í kvöld.
Zaragoza heimsótti Estudiantes í höfuðborgina Madríd og vann 79:73. Tryggvi skoraði 10 stig á þeim 23 mínútum sem hann lék. Tryggvi tók 6 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Tryggvi varði körfuna afar vel og varði fjögur skot frá mótherjunum.
Zaragoza er í 12. sæti en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina um spænska meistaratitilinn.