Annar sigur hjá Hetti

Eysteinn Bjarni Ævarsson lék vel í vörninni hjá Hetti í …
Eysteinn Bjarni Ævarsson lék vel í vörninni hjá Hetti í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmenn Hattar hafa heldur betur fundið taktinn í Dominos-deild karla í körfuknattleik og hafa unnið tvo leiki á skömmum tíma. Í kvöld vann liðið stórsigur. 

Höttur tók á móti Þór frá Akureyri á Egilsstöðum og vann 95:70. Bæði liðin unnu leiki sína í síðustu umferð. Þór vann Val en Höttur vann Njarðvík og hefur Höttur því unnið tvo leiki í röð í deildinni.

Michael A. Mallory skoraði 25 stig fyrir Hött en Ivan Aurrecoechea skoraði 27 stig fyrir Þór. 

Gangur leiksins:: 2:2, 6:10, 13:12, 18:15, 23:21, 29:22, 37:25, 50:31, 60:33, 62:38, 69:46, 81:53, 83:57, 85:64, 89:68, 95:70.

Höttur: Michael A. Mallory ll 25/5 fráköst/7 stoðsendingar, Dino Stipcic 14/11 fráköst/7 stoðsendingar, David Guardia Ramos 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/11 fráköst/5 stoðsendingar, Matej Karlovic 10, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Juan Luis Navarro 4, Brynjar Snaer Gretarsson 3, Sigmar Hákonarson 3/4 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea 27/15 fráköst, Dedrick Deon Basile 14/7 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 9/5 fráköst, Andrius Globys 8, Kolbeinn Fannar Gíslason 5, Ragnar Ágústsson 3, Srdan Stojanovic 2/6 fráköst, Ólafur Snær Eyjólfsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka