Haukar á botninum

Emil Barja skoraði 15 stig fyrir Hauka í kvöld og …
Emil Barja skoraði 15 stig fyrir Hauka í kvöld og Pétur Rúnar Birgisson (7) gaf 9 stoðsendingar fyrir Tindastól. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru í vandræðum í Dominos-deild karla í körfuknattleik og eru á botninum eftir átta leiki. Í kvöld tapaði liðið fyrir Tindastóli 86:73.

Liðin mættust á Sauðárkróki og að loknum fyrri hálfleik var staðan 42:34 en Haukar skoruðu aðeins 13 stig í fyrsta leikhluta. 

Stólarnir juku forskotið um fimm stig fyrir síðasta leikhlutann og héldu sjó í síðasta leikhlutanum. 

Tindastóll er með 8 stig og er fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur en Haukar eru með 2 stig á botninum. Eftir sigur Hattar á Þór Akureyri fyrr í dag sitja Hafnfirðingar eftir á botninum en Höttur og Þór Akureyri eru með 4 stig. 

Gangur leiksins: 4:2, 14:2, 18:11, 23:13, 26:21, 32:28, 32:30, 42:34, 44:36, 51:40, 60:47, 68:55, 70:61, 78:66, 82:66, 86:73.

Tindastóll: Shawn Derrick Glover 29, Nikolas Tomsick 16/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 15/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/6 fráköst/9 stoðsendingar, Axel Kárason 9, Hannes Ingi Másson 3, Viðar Ágústsson 3/11 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Emil Barja 15/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 14, Hansel Giovanny Atencia Suarez 11/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 10, Breki Gylfason 9/7 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 6/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 5/12 fráköst, Hilmar Pétursson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka