Stórt tap í Ljubljana

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í dag.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í dag. Ljósmynd/FIBA

Sterkt lið Grikklands reyndist númeri of stórt fyrir lið Íslands þegar liðin mættust í undankeppni EM kvenna í körfuknattleik í dag en leikið var í Ljubljana í Slóveníu. 

Íslenska liðið lék vel lengst af í fyrri hálfleik og leikurinn var í járnum fram í annan leikhluta. Að honum loknum var staðan 43:31 eftir góða rispu Grikkja í öðrum leikhluta. 

Þær grísku stungu af í síðari hálfleik og unnu stórsigur 95:58. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 17 stig en gaf einnig 5 stoðsendingar. Hildur Kjartansdóttir skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. 

Ísland mætir Slóveníu á sama stað á laugardaginn. 

Stig Íslands: Sara Rún Hinriksdóttir 17, Hildur Björg Kjartansdóttir 13, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Þóra Kristín Jónsdóttir 10, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 2, Lovísa Björt Henningsdóttir 2. 

Hildur Björg Kjartansdóttir sækir að körfu Grikkja í dag.
Hildur Björg Kjartansdóttir sækir að körfu Grikkja í dag. Ljósmynd/FIBA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka