„Þurftum að vinna vel fyrir þessum sigri“

Ægir Þór Steinarsson í leiknum í kvöld.
Ægir Þór Steinarsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Það var ekki að sjá endilega að Ægir Þór Steinarsson leikmaður Stjörnunnar hafi djöflast í einhverjar 35 mínútur plús í kvöld í erfiðum leik gegn Njarðvíkingum þegar mbl.is tók hann tali.  Ef svitinn er tekinn frá kannski.

Ægir var að mati blaðamanns maður þessa leiks og stór munur á liði hans þegar hann var inná og svo útaf.  Ægir sagði sigurinn vissulega mikilvægan eftir slæmt tap í síðustu umferð og nú væri verkefni fyrir hans lið að tengja saman tvo sigra í röð.

Um leikinn sagði hann hafa verið erfiðan enn þó leið honum alltaf þannig að Stjörnumenn væru með frumkvæðið í leiknum. 

Viðtalið við Ægi í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka