ÍR hafði betur gegn Grindavík, 98:76, í Dominos-deild karla í körfubolta í Seljaskóla í kvöld. Með sigrinum fór Grindavík upp að hlið ÍR og Þórs frá Þorlákshöfn í 3.-5. sæti með átta stig.
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 46:42, ÍR í vil. Heimamenn lögðu svo grunninn að sigrinum með glæsilegum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 75:58.
Grindavík minnkaði muninn í níu stig þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir en ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum öruggan sigur.
Everage Richardson skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir ÍR og Evan Singletary skoraði 21 stig. Ólafur Ólafsson skoraði 22 stig fyrir Grindavík og Joonas Jarvelainen gerði 18 stig.
Hertz-hellirinn – Seljaskóli, Dominos-deild karla, 5. febrúar 2021.
Gangur leiksins:: 5:4, 11:11, 18:15, 22:20, 28:24, 30:30, 37:35, 46:42, 48:48, 54:50, 65:52, 75:58, 79:62, 83:69, 83:74, 98:76.
ÍR: Everage Lee Richardson 23/11 fráköst/8 stoðsendingar, Evan Christopher Singletary 21/4 fráköst/6 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 15/10 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 14/7 fráköst, Danero Thomas 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/5 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5, Benoný Svanur Sigurðsson 2.
Fráköst: 26 í vörn, 16 í sókn.
Grindavík: Ólafur Ólafsson 22/7 fráköst, Joonas Jarvelainen 18/6 fráköst, Eric Julian Wise 13/10 fráköst, Kristinn Pálsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Kristófer Breki Gylfason 3, Bragi Guðmundsson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.