Keflavík er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 98:74-útisigur á KR í kvöld.
KR var með 51:50-forskot í hálfleik en Keflvíkingar voru mun sterkari í seinni hálfleik og var sigurinn að lokum öruggur.
Dominykas Milka skilaði enn og aftur flottum tölum fyrir Keflavík en hann skoraði 22 stig og tók auk þess 19 fráköst. Deane Williams skoraði 20 stig og tók átta fráköst. Eins og áður í vetur var Tyler Sabin stigahæstur hjá KR en hann gerði 25 stig.
Keflavík er í toppsætinu með 14 stig, tveimur stigum meira en Stjarnan. KR er í áttunda sæti með átta stig.
DHL-höllin, Dominos deild karla, 5. febrúar 2021.
Gangur leiksins:: 3:5, 10:14, 19:22, 29:28, 31:35, 39:41, 43:47, 49:50, 51:57, 56:66, 62:68, 65:75, 67:80, 72:85, 74:89, 74:98.
KR: Tyler Sabin 25, Matthías Orri Sigurðarson 13/4 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 13/4 fráköst, Björn Kristjánsson 10, Helgi Már Magnússon 8, Brynjar Þór Björnsson 3/4 fráköst, Brandon Joseph Nazione 2/6 fráköst.
Fráköst: 18 í vörn, 7 í sókn.
Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 20/8 fráköst/3 varin skot, Valur Orri Valsson 14, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/10 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 8, Arnór Sveinsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aðalsteinn Hjartarson, Jóhann Guðmundsson.