Lykilmaður búinn að ná sér

Jamie Vardy er búinn að jafna sig á meiðslum.
Jamie Vardy er búinn að jafna sig á meiðslum. AFP

Enski framherjinn Jamie Vardy er búinn að jafna sig á meiðslum og er klár í slaginn er Leicester mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag. 

Vardy, sem hefur skorað ellefu deildarmörk á leiktíðinni, er búinn að jafna sig eftir aðgerð á nára í síðasta mánuði. Í fjarveru framherjans hefur Leicester unnið einn leik og tapað tveimur. 

Wilfred Ndidi hefur einnig verið frá keppni undanfarnar vikur vegna meiðsla í læri og verður ekki klár í slaginn gegn Wolves. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert