Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og í nótt. Nikola Vucevic setti persónulegt stigamet í sigri Orlando Magic gegn Chicago Bulls.
Svartfellski miðherjinn Vucevic skoraði 43 stig þegar lið hans Orlando vann nauman 123:119 sigur gegn Chicago í nótt. Hann náði tvöfaldri tvennu í leiknum þar sem hann tók einnig 19 fráköst.
LaMelo Ball, bakvörðurinn efnilegi í liði Charlotte Hornets, setti á sama tíma persónulegt stigamet þegar hann skoraði 34 stig í 121:138 tapi liðsins gegn Utah Jazz.
Öll úrslit NBA-deildarinnar í gærkvöldi og í nótt:
Indiana Pacers – New Orleans Pelicans 113:114
Orlando Magic – Chicago Bulls 123:119
Cleveland Cavaliers -Milwaukee Bucks 105:123
Brooklyn Nets – Toronto Raptors 117:123
Oklahoma Thunder – Minnesota Timberwolves 103:106
Miami Heat – Washington Wizards 122:95
Charlotte Hornets – Utah Jazz 121:138
Phoenix Suns – Detroit Pistons 109:92
LA Clippers – Boston Celtics 115:119