Botnlið Hauka vann Val í æsispennandi leik í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Eftir að allt var í járnum lengi vel unnu Haukar að lokum sjö stiga sigur, 85:78.
Haukar byrjuðu leikinn af gífurlegum krafti á meðan Valsmenn virtust ekki fyllilega mættir til leiks. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 25:9.
Eftir það tóku Valsmenn vel við sér og voru búnir að minnka muninn í aðeins þrjú stig, 41:38, þegar flautað var til hálfleiks.
Það sem eftir lifði leiks var allt í járnum en að lokum unnu Haukar mikilvægan sigur í botnbaráttu deildarinnar.
Hansel Giovanny Atencia Suarez var stigahæstur Hauka í leiknum með 23 stig. Þá skoraði Brian Edward Fitzpatrick 18 stig.
Miguel Cardoso í liði Vals átti frábæran leik og var stigahæstur í leiknum. Skoraði hann að lokum 32 stig.
Haukar eru áfram í botnsæti deildarinnar en eru nú búnir að jafna Hött að stigum, bæði eru með fjögur stig.
Valur er þar rétt fyrir ofan í 10. sæti með sex stig.
Ásvellir, Dominos deild karla, 7. febrúar 2021.
Gangur leiksins:: 6:5, 14:7, 21:7, 25:9, 27:18, 30:25, 36:33, 41:38, 44:42, 50:49, 55:55, 63:57, 69:57, 74:68, 76:72, 85:78.
Haukar: Hansel Giovanny Atencia Suarez 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 18/7 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 15, Breki Gylfason 12/7 fráköst, Emil Barja 10/6 fráköst, Hilmar Pétursson 4/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 3/7 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.
Valur: Miguel Cardoso 32/5 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 13/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/7 fráköst/6 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 5, Sinisa Bilic 5/8 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 3.
Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson.
Áhorfendur: 50