Meistarar Los Angeles Lakers höfðu betur gegn Detroit Pistons á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í tvíframlengdum leik. Urðu lokatölur 135:129.
Lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 106:106 og eftir framlengingu 118:118. Meistararnir náðu fínum kafla í annarri framlengingu og unnu að lokum. LeBron James skoraði 33 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Lakers og Anthony Davis skoraði 30 stig. Jerami Grant skoraði 32 stig fyrir Detroit.
Dallas Mavericks vann 134:132-heimasigur á Golden State Warriors í mögnuðum leik þar sem tvær stórstjörnur fengu að njóta sín. Luka Doncic skoraði 42 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Dallas á meðan Steph Curry skoraði 57 stig fyrir Golden State.
Þá vann Philadelphia 76ers sterkan 124:108-heimasigur á Brooklyn Nets. Joel Embiid skoraði 33 stig fyrir Philadelphia. James Harden skoraði 26 stig fyrir Brooklyn sem lék án Kevin Durant og Kyrie Irving.
Úrslit næturnnar í NBA-körfuboltanum:
New York Knicks - Portland Trail Blazers 110:99
Sacramento Kings - Denver Nuggets 119:114
Orlando Magic - Chicago Bulls 92:118
Atlanta Hawks - Toronto Raptors 132:121
Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 99:124
Houston Rockets - San Antonio Spurs 106:111
Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 120:118
Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 124:108
Dallas Mavericks - Golden State Warriors 134:132
New Orleans Pelicans - Memphis Grizzlies 118:109
Los Angeles Lakers - Detroit Pistons 135:129