Sannfærandi sigur Akureyringa gegn Njarðvíkingum

Srdan Stojanovic átti mjög góðan leik í dag.
Srdan Stojanovic átti mjög góðan leik í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór Akureyri vann sannfærandi sigur gegn Njarðvík í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu og unnu Akureyringar að lokum 22 stiga sigur, 90:68.

Útlendingarnir í liði Þórs Akureyris voru öflugir þar sem Srdan Stojanovic var stigahæstur með 22 stig, auk þess að taka sjö fráköst.

Skammt á eftir honum kom Ivan Aurrecoechea Alcolado, sem náði tvöfaldri tvennu með 20 stig og 13 fráköst.

Einnig náði Dedrick Deon Basile tvöfaldri tvennu með 19 stig og 10 stoðsendingar.

Stigahæstur í liði Njarðvík var Antonio Hester, sem náði tvöfaldri tvennu, með 12 stig og 13 fráköst.

Með sigrinum fer Þór Akureyri upp um eitt sæti í deildinni og er nú í því níunda.

Njarðvík siglir lygnan sjó og er áfram í 6. sæti.

Þór Akureyri - Njarðvík 90:68

Höllin Ak, Dominos-deild karla, 7. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 6:3, 8:10, 15:10, 24:14, 33:18, 40:22, 51:25, 55:29, 56:33, 61:40, 67:40, 74:44, 80:49, 80:51, 85:60, 90:68.

Þór Akureyri: Srdan Stojanovic 22/7 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 20/13 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 11/7 fráköst, Andrius Globys 8/6 fráköst, Smári Jónsson 4, Hlynur Freyr Einarsson 3, Páll Nóel Hjálmarsson 2, Ólafur Snær Eyjólfsson 1.

Fráköst: 37 í vörn, 3 í sókn.

Njarðvík: Antonio Hester 12/13 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10, Rodney Glasgow Jr. 9, Logi Gunnarsson 9, Jón Arnór Sverrisson 8/5 fráköst, Adam Eidur Asgeirsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 4, Kyle Johnson 4/5 fráköst, Mario Matasovic 4, Bergvin Einir Stefánsson 1.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Jóhann Guðmundsson, Stefán Kristinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert