Haukar semja við Bandaríkjamann

Israel Martin, þjálfari Hauka.
Israel Martin, þjálfari Hauka. mbl.is/Hari

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Jalen Jackson er genginn til liðs við Hauka.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en honum er ætlað að fylla skarð Earvin Morris sem meiddist fyrir fyrsta leik sinn með liðinu fyrir áramót.

Jackson er 26 ára gamall en hann hefur meðal annars leikið í Rúmeníu, Finnlandi og Ísrael á sínum ferli.

„Jackson kemur til með að koma jafnvægi á sóknarleikinn okkar þar sem hann getur leyst margar stöður á vellinum,“ sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, um komu Jalen Jackson til Hauka.

Haukar unnu sinn annan leik á tímabilinu í gær gegn Val í níundu umferð úrvalsdeildar karla, Dominos-deildarinnar, í Ólafssal í Hafnarfirði, 85:78.

Liðið hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu en Haukar eru í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með 4 stig líkt og nýliðar Hattar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert