Leik Umeå og Norrköping í sænsku úrvalsdeild karla í körfuknattleik var hætt í kvöld eftir að alvarlegt atvik átti sér stað í fjórða leikhluta.
Samherjarnir Kamau Stokes og Phill Carr rákust þá harkalega saman með þeim afleiðingum að báðir lágu óvígir eftir á gólfinu. Leikurinn var stöðvaður á meðan hugað var að þeim og honum síðan hætt skömmu síðar. Staðan var 78:65 fyrir Norrköping og það látið standa sem lokatölur en sex mínútur voru eftir af leiknum.
Atvikið má sjá á myndskeiðinu og rétt að taka fram að rangur leikmaður var nefndur til sögunnar í færslunni á Twitter:
Olycklig situation som inträffade nyss. Både Tim Schüberg och Phill Carr ligger kvar på golvet.
— Nick Rajacic (@NickRajacic) February 9, 2021
Matchen är pausad. Vi får hoppas på det bästa! pic.twitter.com/9rZzsEbVKw
Á Twitter-síðu Norrköping segir að báðir leikmennirnir séu með meðvitund og hafi verið fluttir á sjúkrahús til rannsóknar.