Einn nýliði í landsliðshópnum

Styrmir Snær Þrastarson er í íslenska landsliðshópnum sem er á …
Styrmir Snær Þrastarson er í íslenska landsliðshópnum sem er á leið til Kosovó. mbl.is/Kristinn Magnússon

Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Lúxemborg í Pristina í Kosovó í forkeppni HM 2023 dagana 15.-21. febrúar.

Íslenska liðið mætir Slóvakíu 18. febrúar og Lúxemborg 20. febrúar en þetta eru lokaleikir Íslands í forkeppninni.

Ísland er sem stendur í efsta sæti B-riðils forkeppninnar með 7 stig og þarf einn sigur til þess að tryggja sig áfram í næsta stig keppninnar en tvö efstu lið riðilsins fara áfram og leika í ágúst um sæti í undankeppninni í þriggja liða riðli.

Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, valdi þrettán leikmenn til að taka þátt í verkefninu að þessu sinni en Styrmir Snær er eini nýliðinn í hópnum.

Þá gáfu þeir Ægir Þór Steinarsson, Haukur Helgi Briem Pálsson, Kristófer Acox, Pavel Ermolinskij, Breki Gylfason og Collin Pryor ekki kost á sér í verkefnið. Þá verður Martin Hermannsson ekki með þar sem hann á leiki með Valencia í Evrópudeildinni á sama tíma. 

Íslenski landsliðshópurinn:

Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22)
Hjálmar Stefánsson · CB Carbajosa, Spánn (18)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13)
Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14)
Kristinn Pálsson · Grindavík (15)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (38)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert