Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við Bandaríkjamanninn Jordan Roland og mun hann leika með liðinu út tímabilið.
Karfan greinir frá í dag. Roland er 23 ára, 185 sentimetrar og kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Hann skoraði 22 stig að meðaltali fyrir George Washington-háskólann.
Valsmenn hafa valdið vonbrigðum til þessa í Dominos-deildinni og er liðið með þrjá sigra og sex töp eftir níu leiki. Þá hafa Valsmenn tapað þremur leikjum í röð.