Liðstyrkur á Egilsstaði

Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti hafa fengið …
Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti hafa fengið liðsstyrk frá Hollandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bryan Alberts er genginn til liðs við Hött og mun leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á komandi keppnistímabili.

Karfan.is greindi fyrst frá þessu en Bryan er 26 ára gamall bakvörður frá Bandaríkjunum með hollenskt vegabréf.

Hann lék með Djurgården í Svíþjóð á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 11 stig að meðaltali, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Þá hefur hann einnig verið hluti af hollenska landsliðinu frá árinu 2018.

Höttur, sem er nýliði í efstu deild, er með fjögur stig í ellefta sæti deildarinnar, eftir fyrstu níu umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert