Höttur vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið lagði Hauka á heimavelli, 90:84, á Egilsstöðum í kvöld.
Haukar byrjuðu betur og voru með 27:19-forskot eftir fyrsta leikhlutann. Höttur svaraði hins vegar með 31:17-sigri í öðrum leikhluta og tókst Haukum ekki að jafna í seinni hálfleik.
Michael Mallory skoraði 24 stig fyrir Hött og David Guardia skoraði 15. Hancel Atencia skoraði 25 stig fyrir Hauka og Ingvi Þór Guðmundsson 24. Haukar hafa tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum.
Í Skagafirði hafði Tindastóll betur gegn Grindavík, 88:81. Eftir erfiða byrjun á mótinu hefur Tindastóll unnið þrjá leiki af síðustu fjórum en Grindavík tapað fimm af síðustu sex eftir góða byrjun.
Nikolas Tomsick var stigahæstur hjá Tindastóli með 22 stig og Shawn Glover skoraði 19. Marshall Nelson skoraði 19 stig í sínum fyrsta leik með Grindavík og Ólafur Ólafsson 16 stig.
Sauðárkrókur, Dominos deild karla, 11. febrúar 2021.
Gangur leiksins: 0:2, 6:6, 10:13, 19:15, 22:18, 31:20, 40:27, 44:40, 44:46, 54:51, 58:51, 63:53, 67:58, 69:62, 74:65, 88:81.
Tindastóll: Nikolas Tomsick 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Shawn Derrick Glover 19/12 fráköst, Jaka Brodnik 17/9 fráköst, Antanas Udras 10/7 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 8/8 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 4/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Axel Kárason 3, Helgi Rafn Viggósson 2/5 fráköst.
Fráköst: 35 í vörn, 12 í sókn.
Grindavík: Marshall Lance Nelson 19/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst/6 stolnir, Þorleifur Ólafsson 15/7 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 14/7 fráköst, Kristinn Pálsson 7/9 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/8 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3.
Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Gunnlaugur Briem, Einar Þór Skarphéðinsson.
Áhorfendur: 4
MVA-höllin Egilsstöðum, Dominos deild karla, 11. febrúar 2021.
Gangur leiksins: 6:11, 12:18, 14:25, 19:27, 21:31, 30:32, 43:35, 50:44, 57:48, 57:57, 67:62, 72:67, 77:73, 80:76, 82:83, 90:84.
Höttur: Michael A. Mallory ll 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, David Guardia Ramos 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/10 fráköst, Dino Stipcic 11/6 fráköst/6 stoðsendingar, Matej Karlovic 11, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7/6 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Snaer Gretarsson 6, Sigmar Hákonarson 2.
Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.
Haukar: Hansel Giovanny Atencia Suarez 25, Ingvi Þór Guðmundsson 24/6 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 15/5 fráköst, Breki Gylfason 9/7 fráköst, Hilmar Pétursson 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 3/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 3.
Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason, Stefán Kristinsson.