Þór Þorlákshöfn lagði Þór að velli á Akureyri í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld 91:75.
Þórsarar frá Þorlákshöfn eru í bullandi toppbaráttu eftir gott gengi að undanförnu og renndu sér upp að Stjörnunni með 14 stig með þessum sigri en Stjarnan leikur í kvöld gegn KR. Þór Þ. er tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur.
Akureyringar eru með 6 stig eins og Valur en liðin eru í 9. og 10. sæti.
Þorlákshafnarbúar hafa spilað glimrandi vel í sókninni undanfarnar vikur og léku 91 stig duga í kvöld eftir að hafa skorað 51 stig í fyrri hálfleik. Þá höfðu gestirnir tíu stiga forskot. Í síðasta leikhlutanum tókst þeim að auka muninn upp í fimmtán stig og dró það tennurnar úr heimamönnum. Á lokamínútunum leystist leikurinn upp fyrir vikið.
Larry Thomas fyrrverandi leikmaður Þórs á Akureyri skoraði 20 fyrir Þór Þorlákshöfn en stigaskorið dreifðist nokkuð vel hjá Þorlákshafnarliðinu.
Dedrick Basile skoraði 22 stig fyrir Þór Akureyri og gaf 7 stoðsendingar.
Gangur leiksins: 4:9, 7:16, 14:25, 21:28, 27:33, 29:41, 29:43, 38:51, 49:58, 52:62, 56:68, 59:75, 65:83, 69:86, 73:91, 75:91.
Þór Akureyri: Dedrick Deon Basile 22/6 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Srdan Stojanovic 19/5 stoðsendingar, Ivan Aurrecoechea 11/9 fráköst, Andrius Globys 10/7 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 7, Ohouo Guy Landry Edi 6.
Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.
Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 20/8 fráköst/5 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 16, Ragnar Örn Bragason 15/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 13, Adomas Drungilas 11/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Callum Reese Lawson 10/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 3.
Fráköst: 24 í vörn, 18 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Johann Gudmundsson, Bjarki Þór Davíðsson.