Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í litháíska körfuboltanum, en hann hefur verið einn besti leikmaður Siauliai á tímabilinu.
Gengi liðsins hefur hinsvegar ekki verið gott og mátti það þola 81:87-tap á útivelli gegn Alytaus Dzukija í efstu deild í dag. Fyrir vikið eru Elvar og félagar áfram í botnsætinu með aðeins fimm sigra í 18 leikjum.
Elvar var stigahæstur allra í dag með 24 stig og þá gaf hann einnig fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst á hálftíma.