Hamar er kominn upp að hlið Breiðabliks á toppi 1. deildarinnar í körfuknattleik karla eftir að liðið lagði nágranna sína í Selfossi að velli í kvöld, 71:64, í Vallaskóla.
Michael Maurice Philips var atkvæðamestur í liði Hamarsmanna, skoraði 20 stig og tók átta fráköst en Jose Medina Aldana skoraði 18 stig. Fyrir heimamenn, sem eru á botni deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sjö leiki, skoraði Aljaz Vidmar 19 stig og tók 11 frákost.
Gangur leiksins: 4:7, 7:9, 11:15, 11:20, 13:22, 22:30, 32:32, 37:36, 40:43, 43:47, 49:49, 53:52, 53:60, 56:61, 59:69, 64:71.
Selfoss: Aljaz Vidmar 19/11 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 13/8 fráköst, Terrence Christopher Motley 12/10 fráköst/7 stoðsendingar, Kristijan Vladovic 9, Kennedy Clement Aigbogun 6, Ari Gylfason 5.
Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.
Hamar: Michael Maurice Philips 20/8 fráköst, Jose Medina Aldana 18/7 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Ruud Lutterman 14/10 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 10/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 5, Ragnar Magni Sigurjónsson 3, Steinar Snær Guðmundsson 1.
Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson.
Áhorfendur: 6