Körfuknattleiksmaðurinn Orri Hilmarsson skoraði sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok fyrir Cardinal Stritch þegar liðið heimsótti Maranatha Baptist í Wisconsin-ríki í bandaríska háskólaboltanum NCAA.
Karfan.is greinir frá þessu en Orri og félagar hans fögnuðu tveggja stiga sigri 75:73. Orri skoraði 12 stig og gaf tvær stoðsendingar í sókninni. Í vörninni tók hann fjögur fráköst og stal boltanum þrívegis.