Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er klár í slaginn á ný með Andorra eftir að hafa verið frá keppni undanfarnar sex vikur vegna meiðsla.
Haukur tognaði á ökkla í leik með liðinu um miðjan janúar og hefur því misst af leikjum liðsins í spænsku A-deildinni og í Evrópubikarnum þar sem liðið er í riðlakeppni 16-liða úrslitanna.
„Haukurinn snýr aftur,“ segja Andorramenn á samfélagsmiðlunum í dag og fréttamaður félagsins tók örstutt spjall við Íslendinginn á æfingu í morgun:
☝️🏀🔝
— MoraBancAndorra (@morabancandorra) February 23, 2021
THE HAWK IS BACK‼️@haukurpalsson #MaiSol #MaiPor pic.twitter.com/938Le6ivWi