Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir lék ekki með Val gegn Haukum í Dominos-deild kvenna í gær vegna þeirra áverka sem hún varð fyrir í leiknum gegn Skallagrími.
Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, gaf Hildi ljótt olnbogaskot og var úrskurðuð í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Af sjónvarpsmyndum af dæma gaf Telesford Hildi fleiri olnbogaskot í leiknum.
Ólafur J. Sigurðsson, þjálfari Vals, sagðist í samtali við Körfuna.is ekki vita hvenær Hildur gæti snúið aftur á völlinn.