Haukar tilkynntu í kvöld að Sara Rún Hinriksdóttir, lykilmanneskja í íslenska landsliðinu, hafi gert samkomulag við félagið um að leika með Haukum út þetta keppnistímabil í Dominos-deildinni í körfuknattleik.
Sara Rún hefur raðað niður körfunum á Bretlandseyjum undanfarið og varð bikarmeistari með Leicester Riders. Hún hefur verið í lykilhlutverki í liðinu sem er ósigrað í bresku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Í tilkynningu frá Haukum segir að hún hafi ákveðið að koma heim til Íslands af persónulegum ástæðum.
Hjá Haukum hittir Sara fyrir systur sína Bríeti Sif. Þær léku síðast saman í félagsliði árið 2015 en þær eru uppaldar í Keflavík.