Valencia vann stórsigur á Zenit þegar liðin mættust í þeirri sögufrægu borg St. Petersburg í Euroleague keppninni 91:62.
Valencia stakk af á lokakafla leiksins og jók þá muninn talsvert en sigurinn er mikilvægur því liðið er í harðri baráttu um að ná einu af átta efstu sætunum í keppninni sem gefa keppnisrétt í úrslitakeppni Euroleague, sterkustu keppni í álfunni.
Martin Hermannsson gaf 3 stoðsendingar á samherja sína í Valencia í leiknum. Tók auk þess 3 fráköst og skoraði 2 stig.
Valencia er í 10 stig eins og er en liðið hefur unnið 13 leiki og tapað 12 en fleiri leikir eru á dagskrá í kvöld. Liðið á átta leiki eftir í keppninni.