Jón Axel Guðmundsson var besti maður vallarins þegar lið hans Fraport Skyliners vann 84:75-sigur gegn Vechta í efstu deild Þýskalands í körfuknattleik í kvöld.
Jón Axel var stigahæstur í sínu liði með 17 stig, tók fjögur fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum í tvígang.
Fraport Skyliners er í níunda sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni.