Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og samherjar hans í Siauliau höfðu betur gegn Pieno Zvaigzdés á útivelli í efstu deild Litháens í körfubolta í dag, 88:70.
Sigurinn var kærkominn fyrir Elvar og félaga eftir fimm töp í röð. Elvar skoraði sjö stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók eitt frákast á 33 mínútum.
Þrátt fyrir sigurinn er Siauliau í botnsætinu með sex sigra og sextán töp eftir 22 leiki.