Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik í 93:89-útisigri Fraport Skyliners á Göttingen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.
Jón Axel var næststigahæstur í sínu liði með 15 stig og þá tók hann sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar á tæplega 33 mínútum spiluðum.
Fraport er í níunda sæti af 18 liðum og í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.