Keflavík gerði góða ferð til Þorlákshafnar og vann 94:88-sigur á Þór í toppslag í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.
Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega jafn allan tímann, en Keflavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta sem liðið vann með sex stigum. Staðan var 71:66 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann og tókst Þór ekki að jafna þrátt fyrir fína spretti.
Dominykas Milka skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Calvin Burks bætti við 20. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 19. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 15 stig fyrir Þór.
Keflavík er í toppsætinu með 22 stig en Þór í öðru sæti með 18 stig.
Icelandic Glacial höllin, Dominos deild karla, 07. mars 2021.
Gangur leiksins:: 3:10, 8:14, 11:18, 20:20, 25:23, 30:30, 35:36, 41:40, 50:49, 55:55, 63:58, 66:71, 75:72, 79:78, 82:86, 88:94.
Þór Þorlákshöfn: Styrmir Snær Þrastarson 15/5 fráköst, Adomas Drungilas 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 14, Larry Thomas 13/7 fráköst/7 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 9/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 8, Ragnar Örn Bragason 8/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7.
Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.
Keflavík: Dominykas Milka 21/6 fráköst, Calvin Burks Jr. 20/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 19/12 stoðsendingar, Deane Williams 18/19 fráköst/4 varin skot, Valur Orri Valsson 9, Max Montana 3, Arnór Sveinsson 3, Ágúst Orrason 1.
Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frimannsson.
Áhorfendur: 110