Loksins unnu Haukar

Yngvi Freyr Óskarsson í baráttunni í Ólafssal í kvöld.
Yngvi Freyr Óskarsson í baráttunni í Ólafssal í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar eru komnir á beinu brautina í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld.

Leiknum lauk með 82:71-sigri Hauka en Pablo Cesar átti frábæran leik fyrir Hafnfirðinga, skoraði 19 stig og tók tíu fráköst.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25:16. Haukar minnkuðu forskot Njarðvíkinga í þrjú stig í öðrum leikhluta og var staðan 40:37, Njarðvík í vil, í hálfleik.

Haukar mættu ákveðnari til leiks í þriðja leikhluta og komust fjórum stigum yfir, 61:57. Njarðvíkingum tókst að minnka forskot Hauka í tvö stig, 66:64, en lengra komust þeir ekki og Haukar fögnuðu sigri.

Hanesl Atencia skoraði 15 stig fyrir Hauka og Jalen Jackson skoraði 14 stig.

Hjá Njarðvík var Kyle Johnson stigahæstur með 20 stig og átta fráköst. Mario Matasovic skoraði 13 stig og tók níu fráköst.

Þetta var fyrsti sigur Hauka síðan 7. febrúar en liðið er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Njarðvík er í sjöunda sætinu með 10 stig.

Gangur leiksins:: 3:4, 5:12, 14:16, 16:25, 23:29, 25:34, 27:39, 37:40, 42:44, 46:53, 56:55, 61:57, 69:64, 72:67, 77:67, 82:71.

Haukar: Pablo Cesar Bertone 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hansel Giovanny Atencia Suarez 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jalen Patrick Jackson 14/5 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 13/10 fráköst, Breki Gylfason 8/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 6, Hilmar Pétursson 5/8 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.

Njarðvík: Kyle Johnson 20/8 fráköst, Mario Matasovic 13/9 fráköst/3 varin skot, Antonio Hester 11/8 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 10/9 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 7, Maciek Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 4.

Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 179

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert