Mömmur geta líka verið íþróttakonur

„Þetta snýst um skipulag og þú þarft stuðning frá maka heima fyrir,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Margrét Kara, sem lagði skóna á hilluna á síðasta ári, tók sér tvívegis hlé frá körfubolta vegna barnsburðar en hún á tvo stráka í dag, fædda  2013 og 2017.

„Maður missir af ótrúlega mörgum kvöldmötum heima hjá sér enda æfingatímarnir oftast á þeim tíma,“ sagði Kara.

„Ég náði oftast að koma heim og svæfa sem mér fannst mjög dýrmætt en á sama tíma missti ég nánast alltaf af klefastemningunni eftir æfingar.

Það gefur mér samt líka helling og sérstaklega að geta sýnt eldri stráknum mínum að mömmur geta líka verið íþróttakonur,“ sagði Kara meðal annars.

Viðtalið við Margréti Köru í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert