Sterkur í stórsigri í Evrópukeppni

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik í kvöld.
Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik í kvöld. Ljósmynd/EuroCup

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Andorra er liðið vann 89:61-stórsigur á Mornar Bar frá Slóveníu í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld.

Haukur skoraði 13 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 20 mínútum. Því miður fyrir Hauk og félaga dugar það væntanlega ekki til að fara í átta liða úrslit þar sem liðið þarf að treysta á að Gran Canaria tapar fyrir UNICS Kazan í kvöld, en þegar fréttin er skrifuð er Gran Canaria með 20 stiga forskot snemma í seinni hálfleik.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði fjögur stig og tók þrjú fráköst á 15 mínútum fyrir Zaragoza sem vann 77:65-sigur á Bamberg frá Þýskalandi í Meistaradeildinni. Zaragoza er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðlinum og á góðri leið með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert