Tryggvi gæti mætt goðsögn

Pau Gasol er kominn aftur til Barcelona.
Pau Gasol er kominn aftur til Barcelona. AFP

Miðherjinn stóri og stæðilegi Tryggvi Snær Hlinason gæti mætt spænsku goðsögninni Pau Gasol á körfuboltavellinum næstkomandi laugardag.

Gasol er byrjaður að æfa með stórliðinu Barcelona eftir að hafa tekið sér tveggja ára frí frá körfubolta. Hann leikur ekki með Barcelona gegn Real Madrid í Evrópudeildinni annað kvöld en hann gæti verið klár í slaginn er liðið mætir Tryggva og félögum í Zaragoza á laugardag í spænsku deildinni.

Gasol er einn besti körfuknattleiksmaður Spánar frá upphafi en hann varð í tvígang NBA-meistari með LA Lakers og þá hefur hann unnið fjölmörg verðlaun með spænska landsliðinu á stórmótum. Hann lék síðast með Milwaukee Bucks árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert