Tveimur leikjum sem áttu að fara fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld hefur verið frestað vegna ófærðar um Kjalarnes.
Annars vegar er um leik Breiðabliks og Snæfells að ræða og hins vegar leik Fjölnis og Skallagríms.
Leikur Fjölnis og Skallagríms verður leikinn annað kvöld klukkan 18:30 og leikur Breiðabliks og Snæfells fer fram klukkan 20 annað kvöld.