Valskonur eru einar í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 80:67-sigur á Keflavík á heimavelli í toppslag deildarinnar í kvöld. Valur er nú með 22 stig, tveimur stigum meira en Keflavík, en Keflavík á leik til góða.
Valur náði undirtökunum strax í fyrsta leikhluta og var staðan eftir hann 17:10 og hálfleikstölur 42:28. Keflavík náði að minnka muninn niður í eitt stig snemma í fjórða leikhluta eftir góðan þriðja leikhluta, en tókst ekki að jafna og Valur stakk af í lokin.
Kiana Johnson skoraði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Val og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig. Daniela Wallen skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Keflavík.
Í Hafnarfirði völtuðu Haukar yfir KR, 120:77. Haukar voru með undirtökin allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Haukar eru í þriðja sæti með 18 stig en KR í botninum með aðeins tvö.
Bríet Sif Hinriksdóttir fór á kostum fyrir Hauka og skoraði 34 stig og tvíburasystir hennar Sara Rún skoraði 28 stig. Annika Holopainen bar af hjá KR og skoraði 44 stig.
Ásvellir, Dominos deild kvenna, 10. mars 2021.
Gangur leiksins:: 8:5, 12:7, 23:14, 30:19, 31:21, 38:25, 47:33, 53:43, 60:49, 65:57, 73:62, 82:64, 89:66, 104:70, 108:74, 120:77.
Haukar: Bríet Sif Hinriksdóttir 34/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 28/16 fráköst, Alyesha Lovett 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 14/8 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/8 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 6, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4, Lovísa Björt Henningsdóttir 4, Magdalena Gísladóttir 3, Shanna Dacanay 2.
Fráköst: 25 í vörn, 18 í sókn.
KR: Annika Holopainen 44/8 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 9/11 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 6/6 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Gunnhildur Bára Atladóttir 2, Unnur Tara Jónsdóttir 2/8 fráköst, Helena Haraldsdóttir 2, Anna Fríða Ingvarsdóttir 1.
Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Friðrik Árnason, Jakob Árni Ísleifsson, Aron Rúnarsson.
Áhorfendur: 130
Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos deild kvenna, 10. mars 2021.
Gangur leiksins:: 7:4, 10:7, 12:7, 17:10, 25:15, 33:22, 35:26, 42:28, 42:35, 48:38, 52:45, 56:53, 58:55, 67:60, 69:62, 80:67.
Valur: Kiana Johnson 26/11 fráköst/10 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/11 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/13 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/6 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn, 24 í sókn.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Katla Rún Garðarsdóttir 7/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4, Erna Hákonardóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.
Áhorfendur: 85