Marshall Nelson skoraði 22 stig fyrir Grindavík þegar liðið fékk Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í HS Orku-höllina í Grindavík í kvöld.
Leiknum lauk með 105:101-sigri Grindavíkur en Dagur Kár Jónsson var frábær í liði Grindvíkinga, skoraði 20 stig og gaf tólf stoðsendingar.
Þórsarar byrjuðu leikinn betur og skoruðu fyrstu átta stig leiksins. Þá hrukku Grindvíkingar í gang og Grindavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 34:33.
Liðin skiptust á að skora í öðrum leikhluta og var áfram mjótt á munum í hálfleik, 59:57, Grindavík í vil.
Grindvíkingar mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og komust átta stigum yfir, 77:69. Þórsarar náðu að minnka muninn og Grindavík leiddi með fimm stigum fyrir fjórða leikhluta, 86:81.
Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða leikhluta og Callum Lawson minnkaði muninn í 101:103 fyrir Þórsara þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Grindvíkingar voru hins vegar sterkari á lokamínútunum og innbyrtu fjögurra stiga sigur.
Callum Lawson var stigahæstur Þórsara með 23 stig og níu fráköst. Þá skoraði Styrmir Snær Þrastarson 22 stig fyrir Þórsara og tók tíu fráköst.
Grindavík er með 14 stig í fimmta sæti deildarinnar en Þórsarar eru í þriðja sætinu með 18 stig.
Gangur leiksins: 8:13, 16:22, 24:26, 34:33, 40:37, 44:43, 55:48, 59:57, 68:66, 75:69, 81:74, 86:81, 91:85, 98:95, 100:98, 105:101.
Grindavík: Marshall Lance Nelson 22, Dagur Kár Jónsson 20/5 fráköst/12 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 17/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 15, Amenhotep Kazembe Abif 14/12 fráköst, Kristinn Pálsson 10/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/9 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.
Þór Þorlákshöfn: Callum Reese Lawson 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 22/10 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 16/5 fráköst/7 stoðsendingar, Larry Thomas 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 10, Ragnar Örn Bragason 8, Emil Karel Einarsson 6.
Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 79