Keflvíkingar sterkari í síðari hálfleik

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 15 stig og gaf tíu stoðsendingar …
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 15 stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, þegar liðið fékk Hauka í heimsókn í Blue-höllina í Keflavík í kvöld.

Leiknum lauk með tólf stiga sigri Keflvíkinga, 86:74, en leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik.

Haukar byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina framan af. Staðan í hálfleik var 44:42, Haukum í vil.

Keflavík skoraði hins vegar 24 stig gegn 10 stigum Hauka í þriðja leikhluta og þar tapaðist leikurinn. 

Haukar reyndu að koma til baka í fjórða leikhluta en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Calvin Burks jr. var stigahæstur Keflvíkinga með 19 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Jalen Jackson var atkvæðamestur Hauka með 17 stig og Pablo Bertone skoraði 14 stig og gaf níu stoðsendingar.

Keflavík er með 24 stig í efsta sæti deildarinnar en Haukar eru á botninum með 6 stig.

Gangur leiksins: 5:7, 8:12, 12:15, 21:22, 28:28, 32:34, 36:38, 42:44, 47:46, 54:46, 60:48, 66:54, 66:58, 71:63, 76:65, 86:74.

Keflavík: Calvin Burks Jr. 19/4 fráköst, Dominykas Milka 16/5 fráköst, Deane Williams 15/11 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/7 fráköst/10 stoðsendingar, Max Montana 12, Reggie Dupree 3, Valur Orri Valsson 3/5 stoðsendingar, Davíð Alexander H. Magnússon 3.

Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.

Haukar: Jalen Patrick Jackson 17/7 fráköst, Pablo Cesar Bertone 14/7 fráköst/9 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 13/6 fráköst, Breki Gylfason 8, Yngvi Freyr Óskarsson 7, Hansel Giovanny Atencia Suarez 6/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 5, Hilmar Pétursson 2, Emil Barja 2.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.

Áhorfendur: 130



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert