Fyrsti útisigur Þórs kom í Garðabænum

Ivan Aurrecoechea reynir skot fyrir Þórsara í leiknum í kvöld. …
Ivan Aurrecoechea reynir skot fyrir Þórsara í leiknum í kvöld. Hlynur Elías Bæringsson fylgist með. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór frá Akureyri vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu og kom sér upp úr fallsæti með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabænum, 91:86, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni í kvöld.

Þórsarar voru búnir að tapa fyrstu fjórum útileikjum sínum og sátu í fallsæti fyrir viðureign kvöldsins, 11. og næstneðsta sætinu. Stjarnan er aftur á móti í öðru sæti og byrjaði leikurinn í ágætistakti við stöðu liðanna. Heimamenn voru með 33:24-forystu eftir fyrsta leikhluta þar sem Tómas Þórður Hilmarsson skoraði 16. Áfram var forystan svo heimamanna í hálfleik, 53:42, en þá blésu gestirnir til sóknar.

Þórsarar voru einu stigi yfir eftir þriðja leikhluta, 74:75, en Ivan Aurrecoechea var stigahæstur þeirra með 29 stig ásamt því að taka 16 fráköst. Tómas Þórður var að lokum stigahæstur í liði Stjörnunnar með 22 stig, en sem fyrr segir komu 16 þeirra í fyrsta leikhluta.

Stjarnan - Þór Akureyri 86:91

Mathús Garðabæjar-höllin, Dominos-deild karla, 12. mars 2021.

Gangur leiksins:: 6:4, 17:8, 28:14, 33:24, 33:28, 38:35, 47:40, 53:42, 60:51, 67:55, 67:66, 74:75, 76:80, 78:86, 83:87, 86:91.

Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 22/5 fráköst, Gunnar Ólafsson 13/4 fráköst, Mirza Sarajlija 12/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 12, Ægir Þór Steinarsson 11/5 fráköst/11 stoðsendingar, Austin James Brodeur 10/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 6/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

Þór Akureyri: Ivan Aurrecoechea Alcolado 29/16 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 22/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 15/5 fráköst/8 stoðsendingar, Andrius Globys 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 8/11 fráköst, Srdan Stojanovic 6.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 87

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert