Tindastóll sótti mikilvægan sigur

Nikolas Tomsick (55) og Jaka Brodnik (5), leikmenn Tindastóls.
Nikolas Tomsick (55) og Jaka Brodnik (5), leikmenn Tindastóls. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll sótti mikilvægan sigur í Njarðtaksgryfjuna er liðið mætti heimamönnum í Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni. Gestirnir unnu 77:74-sigur.

Heimamenn voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 20:10, en gestirnir sneru leiknum við fyrir hálfleik og voru yfir í hléinu, 40:34. Um tíma virtust leikmenn Tindastóls svo ætla að stinga af en munurinn varð mestur 15 stig þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka.

Njarðvíkingar komu hins vegar með áhlaup í lokin og voru með boltann þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka og staðan var 73:71, gestunum í vil. Þeim brást hins vegar bogalistin í þeirri sókn og Tindastóll vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Nikolas Tomsick var stigahæstur, skilaði 27 stigum fyrir Tindastól en Kyle Johnson skoraði 23 fyrir heimamenn.

Með sigrinum fara stólarnir upp í 8. sæti deildarinnar og hafa nú 12 stig en Njarðvík situr eftir í 10. sæti með tíu stig.

Njarðvík - Tindastóll 74:77

Njarðtaks-gryfjan, Dominos deild karla, 12. mars 2021.

Gangur leiksins:: 6:2, 16:4, 18:7, 20:10, 22:18, 28:25, 30:34, 34:40, 39:44, 44:47, 48:52, 48:55, 53:63, 58:70, 65:73, 74:77.

Njarðvík: Kyle Johnson 23/8 fráköst, Antonio Hester 21/13 fráköst, Mario Matasovic 11, Jón Arnór Sverrisson 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Maciek Stanislav Baginski 2.

Fráköst: 19 í vörn, 13 í sókn.

Tindastóll: Nikolas Tomsick 28/4 fráköst, Flenard Whitfield 17/8 fráköst, Jaka Brodnik 9/7 fráköst, Viðar Ágústsson 8/7 fráköst, Antanas Udras 8/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 4/6 stoðsendingar, Axel Kárason 3/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jóhann Guðmundsson.

Áhorfendur: 90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert