Grindvíkingurinn eygir enn von

Jón Axel Guðmundsson
Jón Axel Guðmundsson Ljósmynd/FIBA

Grind­vík­ing­ur­inn Jón Axel Guðmunds­son og félagar hans í Fraport Skyliners sóttu mikilvæg tvö stig í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld er þeir lögðu Giessen að velli, 82:79.

Jón Axel átti sjálfur fínan leik, spilaði í 26 mínútur, skoraði 10 stig, gaf sex stoðsendingar og tók eitt frákast er Fraport heldur áfram að berjast um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í 9. sæti með 20 stig, rétt eins og næstu tvö lið fyrir ofan sem eiga þó leiki til góða. Efstu átta lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Jón Axel og félagar eiga 11 leiki eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert